Sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu - Sendum frítt á næsta pósthús/póstbox ef verslað er fyrir 10.000 krónur eða meira

Algengar spurningar

Almennt

 • Get ég sótt vöruna samdægurs?
  • Já, það er yfirleitt hægt. Lagerinn okkar er í Kópavogi. Hafðu samband á gudny@yoverslun.is eða í gegnum samfélagsmiðla okkar til þess að finna afhendingartíma sem hentar best. 

Taubleyjur

 • Hvaða taubleyjur henta mér?
  • Það er mjög einstaklingsbundið og því mikilvægt að prófa sig áfram. One-Size bleyjur henta mörgum vel þar sem þær duga út bleyjutímabilið hjá barninu. Þær geta þó verið of stórar fyrir nýbura. Þessar bleyjur eru notaðar með innleggjum og er hægt að nota í 2-4 bleyjuskipti, eða svo lengi sem bleyjucoverið hefur ekki orðið fyrir óhreinindum. 
   All-in-One bleyjur líkastar einnota bleyjunum. Innleggin eru föst við bleyjuna og hægt er að brjóta upp á þau til að auka rakadrægni. Þegar barnið hefur vætt bleyjuna er hún tekin af og sett í þvott.

 • Hvað halda taubleyjur miklum vökva?
  • Taubleyjur halda um 350 ml. 

 • Hvað þarf ég að eiga margar taubleyjur?
  • One-Size: 6 - 8 bleyjur og 18 innlegg yfir allt bleyjutímabilið. 
  • All-in-One: Miðað við þvott þriðja hvern dag er mælt með því að eiga um 24 bleyjur (ef þú ætlar bara að eiga All-in-One bleyjur). 

 • Eru taubleyjur betri fyrir umhverfið?
  • Barn notar að jafnaði 6000 einnota bleyjur yfir bleyjutímabilið. Það þýðir rúmleg 1 tonn af rusli sem tekur um 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Í Svíþjóð enda um 420 milljón einnota bleyja í ruslinu á einu ári. Það eru 14.000 ruslabílar af bleyjum!
 • Eru taubleyjur dýrar?
  • Taubleyjur kosta um 80.000 krónur yfir allt bleyjutímabilið. Til samanburðar kosta einnota bleyjur um 350.000 yfir allt bleyjutímabilið. 

 • Get ég bæði notað einnota bleyjur og taubleyjur?
  • Klárlega! 

 • Á ég að þvo bleyjurnar fyrir fyrstu notkun?
  • Já. Sum innlegg þurfa 4 - 6 þvotta til að virka 100%.

 • Verður þvottavélin mín ógeðsleg?
  • Alls ekki. Þvottavélaframleiðendur mæla með því að vélarnar séu hreinsaðar einu sinni í mánuði, sama hvort þú sért að þvo taubleyjur eða ekki. 

 • Hvernig á ég að þvo taubleyjurnar?
  • Byrjaðu á því að fjarlægja öll óhreinindi úr bleyjunni. Ef þú býrð svo vel að eiga sturtuhaus sem drífur að klósettinu geturu skolað bleyjuna yfir klósettinu.
  • Skolaðu bleyjuna með köldu vatni. Næst skaltu vinda bleyjuna vel. Ekki er nauðsynlegt að henda bleyjunni strax í þvottavélina, en það er þó ekki mælt með því að láta bleyjurnar standa í meira en þrjá daga án þess að þvo þær. 
  • Þú skalt alltaf fylgja þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda. Taubleyjur þola yfirleitt 60°c heitan þvott, en þó eru sumir framleiðendur sem mæla ekki með hærri þvott en 40°c. 
  • Áður en bleyjurnar eru settar í þvott er mælt með því að smella öllum smellum og loka öllum riflásum. 
  • Forðist að þvo bleyjurnar með þvottaefni sem inniheldur Zeolites. Ekki nota mýkingarefni þar sem þau eyðileggja rakadrægni innleggjanna.  
  • Til að lengja líftímann skal hengja taubleyjurnar til þerris. Bleyjurnar má þurrka á lágum hita í þurrkara.